Njóttu lífsins á Hestakránni!

Fjölbreytt og góð afþreying í boði

hestakráin-03

Gestum Hestakrárinnar stendur til boða fjölbreytt afþreying - en einnig afslöppun og hvíld.

Hestaferð með Þjórsárbökkum er ávallt vinsæl afþreying. Í boði eru góðir hestar við allra hæfi. Góðar gönguleiðir eru að Þjórsá og eins er gaman að fara í fjallgöngu á Vörðufell. Vörðufell er 391 metra hátt fjall, á fjallinu er vatnið Úlfsvatn.

Reykjaréttir er áhugavert að skoða, en á haustin er fénu smalað af afréttinum og þá er réttað þar. Reykjaréttir þykja með fegurri réttum landsins og voru hlaðnar árið 1881.
Heimsókn í sundlaugina í Brautarholti, sem er í 300 metra göngufæri, er einnig fullkomin endurnæring.
Í næsta nágrenni eru tveir golfvellir, á Flúðum og í Ásatúni og innan seilingar eru fjölsóttustu náttúruperlur landsins s.s. Gullfoss, Geysir, Þingvellir, Landmannalaugar og Þjórsárdalur.

Vertu ávallt velkomin í Hestakránna.