Njóttu lífsins á Hestakránni!

Hestaferðir með fagmönnum - síðan 1987

hestakráin-03


LAND & HESTAR – Hestaferðir í fögru umhverfi.
Í boði eru hestaferðir sniðnar að þínum þörfum.

STYTTRI FERÐIR
Stutt kennsla í reiðgerði áður en lagt er af stað. Riðið er með Þjórsárbökkum. Hægt er að velja um ferðir frá 1 klst. - 5 klst. Hentar bæði vönum og óvönum.

PRINSESSU- og VÍKINGAFERÐIR
Land&hestar bjóða upp á ævintýraferðir fyrir Prinsessur og Víkinga. Bráðskemmtilegar óvissuferðir sem hafa slegið í gegn.
PRINSESSUFERÐIR Í JÚNÍ: Eingöngu ætlaðar konum. 3 dagar og 2 nætur.
Gist er í fjallaskálum eða á Hestakránni. Eingöngu fyrir reiðvana.
VÍKINGAFERÐIR Í ÁGÚST: Eingöngu ætlaðar körlum. 3 dagar og 2 nætur.
Gist er í fjallaskálum eða á Hestakránni. Eingöngu fyrir reiðvana.

LENGRI FERÐIR
Hestaferðir fyrir reiðvana um hálendi Íslands. 6 dagar og 5 nætur. Gist ýmist í fjallaskálum eða á Hestakránni.

SÓLARHRINGSPAKKI
Hestaferð í 4–5 tíma. Fallegar og léttar reiðleiðir. Slökun og heitur pottur. 3ja rétta kvöldverður á Hestakránni. Gisting í uppá búnum rúmum m/baðherbergi. Morgunverður á Hestakránni. Ferð við allra hæfi á sérstöku tilboði.

Nánari upplýsingar, verð og pantanir eru veittar í síma 486 5616 / 895 0066
eða á hestakrain@hestakrain.is

... Ég berst á fáki fráum með LAND&HESTUM ..!