Njóttu lífsins á Hestakránni!

Vel í sveit sett ...

hestakráin-03

Hestakráin er að Húsatóftum 2 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Hestakráin stendur við Skeiða- og Hrunamannaveg (30) sem gengur í austur út af Þjóðvegi 1. Húsatóftir eru 27 km austur af Selfossi. Jörðin liggur að Þjórsá vestanverðri.
Í austri rís Hekla í öllu sínu veldi og Eyjafjallajökull þar sunnar. Innan seilingar eru fjölsóttustu náttúruperlur landsins s.s. Gullfoss, Geysir, Þingvellir, Laugarvatn, Landmannalaugar, Þjórsárdalur og Þórsmörk.

Þá bjóða nærliggjandi þéttbýliskjarnar upp á fjölbreytta afþreyingu og þjónustu við ferðamenn má þar nefna; Laugarás, Flúðir, Selfoss, Hellu, Hveragerði og Hvolsvöll.

Verið velkomin!