Njóttu lífsins á Hestakránni!

Alltaf líf og fjör á Hestakránni ...

vinningshafar

HATTABALLIÐ 2012
Óhætt er að fullyrða að nýja árið fór vel af stað á Skeiðunum.
Hattaballið á Hestakránni var einstaklega vel heppnað og skemmtilegt.
Við erum þakklát öllum sem mæta og samgleðjast með okkur.

Vinningshafar kvöldsins - með frumlegustu og skemmtilegustu hatta kvöldsins voru
þau Sigrún Símonardóttir frá Heiðarbrún og Jón Hauksson frá Ásum.
Í verðlaun fá þau bæði hestaferð með Land & hestum nú í sumar.
Hún í mjög svo eftirsótta Prinsessuferð og hann í „massaða“ Vikingaferð í lok sumars.
Við óskum þeim til hamingju.

- - - - - - - - - - - - - - - - -

HATTABALL – 7. janúar 2012
Hattaball hefur verið haldið á Hestakránni frá upphafi.
Veitt eru verðlaun fyrir flottasta hattinn og þar getur að líta ótrúlegustu höfuðföt, enda vegleg verðlaun í boði: Prinsessu- eða Víkingaferð með Land&hestum.
Sjón er sögu ríkari!
Hið eina sanna Hattaball verður haldið á Hestakránni 7. janúar 2012. Húsið opnar kl. 22:00.
Fjölmennum, samgleðjumst og fögnum saman nýju ári!!FJALLMANNAKVÖLD
Á hverju hausti hittast Fjallmenn til að gera upp fjallferðina. Veitt eru ýmis verðlaun s.s. Smalinn, Mesti jaxlinn, Besti tenórinn o.s.frv. Söngatriði, rímnakeppni, fjallgrobbsögur og ýmsar fleiri skemmtilegar uppákomur.
Atburður sem allir áhugasamir ræktendur íslensku sauðkindarinnar og alvöru fjallmenn ættu ekki að láta fram hjá sér fara.
- Nánar auglýst síðar.


Skráðu þig á póstlistann "VIÐBURÐIR Á KRÁNNI" og fáðu fyrstur|fyrst fréttirnar.