Njóttu lífsins á Hestakránni!

Alltaf líf og fjör á Hestakránni ...

hestakráin

RÉTTIR – 11. september 2010
Í byrjun september eru Reykjaréttir (eða Skeiðaréttir) sem eru fjárréttir Flóa- og Skeiðamanna. Mikið er um að vera á Hestakránni um réttirnar. Frá hádegi á réttardaginn er boðið upp á dýrindis kjötsúpu, gítarspil og söngur fram eftir degi. Um kvöldið er svo alvöru réttarball eins og þau gerast best.

FJALLMANNAKVÖLD
Á hverju hausti hittast Fjallmenn til að gera upp fjallferðina. Veitt eru ýmis verðlaun s.s. Smalinn, Mesti jaxlinn, Besti tenórinn o.s.frv. Söngatriði, rímnakeppni, fjallgrobbsögur og ýmsar fleiri skemmtilegar uppákomur.
Atburður sem allir áhugasamir ræktendur íslensku sauðkindarinnar og alvöru fjallmenn ættu ekki að láta fram hjá sér fara.
- Nánar auglýst síðar.

HATTABALL – 1. janúar 2011
Hefur verið haldið á Hestakránni frá upphafi. Veitt eru verðlaun fyrir flottasta hattinn og þar getur að líta ótrúlegustu höfuðföt, enda vegleg verðlaun í boði; Prinsessu- eða Víkingaferð með Land&hestum. Sjón er söguríkari!
Hattaballið verður haldið 1.janúar 2011. Húsið opnar kl.22:00.
- Nánar auglýst síðar.

Skráðu þig á póstlistann "VIÐBURÐIR Á KRÁNNI" og fáðu fyrstur|fyrst fréttirnar.