Afþreying

Bjóðum uppá hestaferðir sniðnar að þínum óskum.

Styttri ferðir

Hestaferðir allt frá 1 klst. – dagsferðar.  Stutt kennsla og undirbúningur í reiðgerði áður en lagt er af stað.  Hentar bæði vönum sem óvönum en börn 7 ára og yngri fara ekki út úr gerði.  Riðið er með bökkum Þjórsár.

 

Sólarhringspakki

Dagsferð á hestbaki með nesti fyrir daginn.  3ja rétta kvöldverður, gisting í uppábúnum rúmum og morgunverður.

2 dagar – 2 nætur.  Dagsferðir á hestbaki með nesti fyrir daginn. 3ja rétta kvöldverðir, gisting í 2 nætur og morgunverðir.

Riðnar eru skemmtilegar reiðleiðir meðfram bökkum Þjórsár, Hvítár og Stóru Laxár fjarri ys og þys bílaumferðar

Heima bíður heitur pottur og sauna þar sem gott er að slaka á eftir reiðtúrinn.

 

Lengri ferðir

5 daga ferðir í júlí og ágúst fyrir vana reiðmenn.  Riðið er inná fjöll með Hvítá og Þjórsá sitt til hvorrar handar.  Gist er í fjallaskálum og gistihúsum með góðri aðstöðu.

Lúxusferðir við allra hæfi.

Bjóðum uppa luxusferðir fyrir hópa allt niður í 6 manna hóp.

2ja daga hestaferð.
Gist í tvær nætur í uppabúnum rumum. Heitur pottur og Sauna.
2 morgunmatar af hlaðborði.
2x 3ja rértta kvöldverður.
nesti yfir daginn.
Leiðsögn.
Góðir hestar við allra hæfi.
Í boði fra 1 april til 1 des.

Pannta þarf með fyrirvara.